1.6.2007 | 01:56
Hvað má og hvað má ekki?
Samkvæmt áfengislögjöf má ég drekka mitt vín inn á bar, en ekki reykja. Ég má ekki vera ölvaður á almannafæri. En ég má ekki reykja inn á barnum, heldur úti. Á almannafæri....sennilega blindfullur, sem ég má alls ekki samkvæmt lögum. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? Verður mannskepnan alltaf heimskari og heimskari eftir því sem hún verður meira skólagengin. Þarf ekki að samræma þessi lög eitthvað betur? Þú mátt ekki vera fullur á almannafæri, en mátt vera blindfullur úti á almannafæri og reykja. Ég er búinn að ákveða að vera hundleiðinlegur, drukkinn maður með sígarettu í hendi, sem ég kem til með að henda á stéttina, starfsmönnum sveitarfélagsins til mikillar ánægju. Því þeir þurfa að þrífa upp eftir mig. Ekki satt?
![]() |
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
lois
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar